Landslið - val íþróttamanna
 
Landslið Íslands til þátttöku í Evrópukeppni landsliða, á Smáþjóðaleikum og meistaramóti AASSE er valið í samráði við Íþrótta- og afreksnefnd FRÍ og Yfirþjálfararáð FRÍ.  Hópurinn er endurskoðaður eftir innanhússtímabil hvers árs. 
 
Eftirfarandi viðmiðanir voru hafðar við val á íþróttamönnum:
  • Aldurstakmark er 16 ára á árinu en er það sama aldurstakmark og EAA og IAAF setur fyrir þátttakendur í landskeppnum
  • Sá sem á bestan árangur á árinu í hverri grein kemst í landsliðshóp
  • Annar maður er valinn í greinina svo fremi sem árangur hans nái yfir 850 stig samkvæmt alþjóðlegu stigatöflunni
  • Í 100 m hlaupi og 400 m hlaupi eru 5 íþróttamenn valdir ef árangur þeirra allra nær 850 stigum annars eru fjórir bestu valdir
  • Í fjölþrautum eru allt að 5 íþróttamenn valdir ef árangur þeirra nær 850 stigum
  • Í maraþoni gildur árangur til tveggja ára
  • Ef íþróttamaður hefur verið meiddur á árinu og frá keppni, en með yfirburði í greininni að öllu jöfnu, heldur hann sæti sínu í landsliðshópi með þeim skilyrðum að hann sé að vinna í meiðslunum og stefni á endurkomu.  Fjölþrautarfólk sem ekki gat keppt í þraut vegna meiðsla á árinu, heldur sæti sínu í landsliði í eitt ár til viðbótar hafi það náð einu af þremur efstu sætum á afrekaskránni árið áður í tugþraut/sjöþraut og árangri yfir 850 stigum.