10. febrúar 2017

Norðurlandameistarmót í Tampere í Finnlandi

Frjálsíþróttasamband Íslands og Danmerkur hafa valið sameiginlegt lið til að keppa á Norðurlandameistaramóti í frjálsum íþróttum innanhúss sem fram fer á morgun í Tampere í Finnlandi. Íslensku íþróttamennirnir eru fimm, en nokkrir gáfu ekki kost á sér, m.a. Aníta Hinriksdóttir sem keppir í Póllandi um helgina. Sameiginlegt lið Íslendinga og Dana keppir á móti liðum Norðmanna, Svía og Finna. Farastjóri og þjálfari í ferðinni er Ragnheiður Ólafsdóttir.
 

 
 Íslensku keppendurnir eru:
 
Arna Stefanía Guðmundsdóttir FH, 400 m hlaup og 4x300 m boðhlaup
Ari Bragi Kárason FH,  200 m hlaup og aukahlaup í 60 m
Ívar Kristinn Jasonarson ÍR, 400 m hlaup og 4x300 m boðhlaup
Trausti Stefánsson FH, 4x300 m boðhlaup og aukahlaup í 60 m
María Rún Gunnlaugsdóttir FH, Langstökk og aukahlaup í 60 m
 
Keppnin hefst á morgun kl. 12:00 að finnskum tíma og lýkur kl. 19:20.
 
Hægt verður að fylgjast með úrslitum hér: