08. febrúar 2017

Íslandsmet í 3000 metra hlaupi

Hlynur Andrésson ÍR setti um helgina nýtt glæsilegt Íslandsmet í 3000m hlaupi innanhúss á Meyo Invitational í Indiana, Bandaríkjunum. Hlynur stundar þar nám samhliða æfingum og keppni fyrir skólalið sitt Eastern Michigan. Hlynur hljóp á 8:06,69 mín og varð 8. í sínum riðli sem var lang hraðastur af þeim þremur riðlum sem hlaupnir voru. Alls luku 50 hlauparar hlaupinu og varð Hlynur 8. þeirra allra. 
 
 
 

Tími Hlyns er 4 sek bæting á fyrra meti Kára Steins Karlssonar ÍR 8:10,94 mín síðan árið 2007 en Hlynur átti best áður 8:13:55 mín. Tími Hlyns er aðeins 1sek og 69/100 frá frá EM lágmarkinu innanhúss sem fram fer í Belgrade í byrjun mars. Óskum Hlyni innilega til hamingju með árangurinn og áfangann undir 8:10 mín. Það verður gaman að fylgjast með honum næstu vikurnar.