31. janúar 2017

Líkalega sterkasta mótið frá upphafi

Frjálsíþrótta­keppni WOW Reykja­vik In­ternati­onal Games fer fram í Laug­ar­dals­höll­inni laug­ar­dag­inn 4.fe­brú­ar næst­kom­andi. Sex­tán mjög góðir er­lend­ir gest­ir taka þátt í mót­inu auk fremsta frjálsíþrótta­fólks lands­ins. Er­lendu gest­irn­ir eru all­ir betri eða af svipuðu getu­stigi og okk­ar besta fólk og því von á mjög spenn­andi keppni. Í til­kynn­ingu frá skipu­leggj­end­um seg­ir að mótið sé lík­lega sterk­asta inn­an­hús­mótið í frjáls­um íþrótt­um frá upp­hafi sem haldið hef­ur verið hér á landi.
 
 

Er­lendu gest­irn­ir koma frá Belg­íu, Dan­mörku, Englandi, Hollandi, Nor­egi, Skotlandi og Svíþjóð. Karl­arn­ir taka þátt í lang­stökki, kúlu­varpi, 60 m og 400 m hlaupi en kon­urn­ar í 60 m, 60 m grind, 400 m og 800 m hlaupi. Ekki verður aðeins bar­ist um sig­ur í hverri grein á mót­inu því nokkr­ir kepp­enda eru að berj­ast við að ná lág­mörk­um fyr­ir Evr­ópu­mótið sem fram fer í Belgrad í mars.
 
Frjálsíþrótta­keppn­in verður klukk­an 13-15 í Laug­ar­dals­höll­inni og kost­ar 1500 krón­ur inn, frítt fyr­ir 12 ára og yngri.