29. janúar 2017

Vel heppnað MÍ 11-14 ára að baki í Hafnarfirði

Sérlega vel heppnuðu Meistararmóti Íslands í frjálsíþróttum 11-14 ára var að ljúka í Hafnarfirði í stórglæsilegri aðstöðu FH-inga í Kaplakrika. Alls voru skráðir til leiks 321 þátttakendur til leiks frá 14 félögum. 
Sunnlendingar úr HSK/Selfoss komu sérlega sterkir til leiks. Liðið sigraði í heildar stigakeppninni og í sjö af átta flokkum á mótinu. FH náði að sigra í einum flokki. Í heildar stigakeppninni náði HSK/Selfoss 1039 stigum, FH 481,5 og ÍR 275.

Heildarúrslit má sjá nánar á úrslitavef FRÍ http://urslitmota.fri.is/MotFRI/PointsStandingMIYngri.aspx…

Tvö mótsmet voru sett á mótinu. Fyrra metið setti Kristján Viggó Sigfinnsson þegar hann stökk 1,82m í hástökki 14 ára pilta. Seinna metið setti Sindri Seim Sigurðsson HSK/Selfoss þegar hann hljóp 60m á 7,71s.

Myndir hafa yfir helgina streymt á Facebook síðu Frjálsíþróttasambandsins. Þær má finna https://www.facebook.com/635511776551639/photos/…

FRÍ þakkar FH ingum fyrir góðar móttökur Kaplakrika, Ármenningum fyrir góða framkvæmd og faglega, keppendum, aðstandendum og öðrum áhorfendum fyrir góða daga í Kaplakrika. Sjáumst sem flest um næstu helgi á frjálsíþróttakeppni RIG!