FRI.is
15. febrúar 2017

Val á landsliði utanvegahlaupara

Langhlaupanefnd FRÍ hefur gengið frá vali á hlaupurum sem keppa munu fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum laugardaginn 10.júní í Badia Prataglia, Ítalíu.
 
 
meira >>
14. febrúar 2017

Glæsilegt Stórmót ÍR haldið í 21. sinn

ÍR hélt sitt 21. Stórmót um síðustu helgi í Laugardalshöll. Um 800 keppendur, á aldrinum 5 til 53 ára frá 38 félögum, tók þátt, þar af fjöldi Færeyinga en það má segja að það sé ekkert Stórmót lengur án vina okkar frá Færeyjum. Þeir yngstu tóku þátt í þrautabrautinni sem sett er upp annarsvegar fyrir 8 ára og yngri og hins vegar fyrir 9-10 ára. Fyrir 11 ára og eldri er fjöldi keppnisgreina í boði fyrir bæði kynin allt frá 60m spretthlaupi til stangarstökks. 
meira >>
10. febrúar 2017

Stórmót ÍR um helgina

Um helgina fer fram Stórmót ÍR þar sem keppt verður í fjölda greina í öllum aldursflokkum. Í flokki 8 ára og yngri og 9-10 ára er keppt í fjölþraut barna, en  í eldri flokkum er keppt í hinum ýmsu frjálsíþróttagreinum, sjá nánar . Um 800 manns eru skráð til þátttöku. Gaman verður að sjá hvaða met eiga eftir að falla og vonandi ná allir að njóta sín og eiga góða helgi saman.
meira >>
10. febrúar 2017

Norðurlandameistarmót í Tampere í Finnlandi

Frjálsíþróttasamband Íslands og Danmerkur hafa valið sameiginlegt lið til að keppa á Norðurlandameistaramóti í frjálsum íþróttum innanhúss sem fram fer á morgun í Tampere í Finnlandi. Íslensku íþróttamennirnir eru fimm, en nokkrir gáfu ekki kost á sér, m.a. Aníta Hinriksdóttir sem keppir í Póllandi um helgina. Sameiginlegt lið Íslendinga og Dana keppir á móti liðum Norðmanna, Svía og Finna. Farastjóri og þjálfari í ferðinni er Ragnheiður Ólafsdóttir.
 
meira >>

Eldri fréttir

Eldri